Hoppa yfir valmynd

Forsætisráðherra fundaði með framkvæmdastjóra Alþjóðaráðs Rauða krossins

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Yves Daccord, framkvæmdastjóri ICRC (Alþjóðaráðs Rauða krossins) - mynd

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fundaði með Yves Daccord, framkvæmdastjóra ICRC (Alþjóðaráðs Rauða krossins) í dag.

Forsætisráðherra og framkvæmdastjóri ICRC ræddu m.a. stöðu mannúðarmála og mannréttinda á alþjóðavettvangi, baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi sem beitt er skipulega í stríði og aukinn stuðning íslenskra stjórnvalda við Alþjóða Rauða krossinn.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra:

„Rauði krossinn vinnur ómetanlegt starf í þágu mannúðar í heiminum og mikilvægt er fyrir stjórnvöld að eiga sem allra best samstarf við Rauða krossinn, bæði hér heima og á alþjóðavettvangi.“

Yves Daccord er hér á landi vegna samstarfssamnings Íslands og Rauða kross Íslands 2017-2019, en þar er m.a. kveðið á um að RKÍ og utanríkisráðuneytið skuli á gildistíma samkomulagsins standa að árlegum samráðsfundi þar sem farið er yfir stöðu mannúðarmála í heiminum.

  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 1

Tags

10. Aukinn jöfnuður

Heimsmarkmiðin

10. Aukinn jöfnuður

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics