Hoppa yfir valmynd

Undirbúningsnámskeið Íslensku friðargæslunnar

Nr. 010

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu



Fyrsta undirbúningsnámskeið Íslensku friðargæslunnar verður haldið dagana 23.-24. febrúar nk. Þátttakendur eru þeir rúmlega 100 einstaklingar sem valdir hafa verið af utanríkisráðuneytinu til að vera á viðbragðslista. Markmið námskeiðsins er að gefa þátttakendum breiða mynd af friðargæslu á vegum alþjóðastofnana, bæði almennt og á grundvelli einstakra friðargæsluverkefna. Auk innlendra fyrirlesara munu fulltrúar Sameinuðu þjóðanna, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, Atlantshafsbandalagsins, Evrópusambandsins og Matvælastofnunar Sþ. fjalla um friðargæslu á vegum sinna stofnanna, sjá hjálagða dagskrá.

Nánari upplýsingar veitir alþjóðaskrifstofa utanríkisráðuneytisins.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 21. febrúar 2002


Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics