Hoppa yfir valmynd

Velferð barna á tímum efnahagsþrenginga

Starfshópur á vegum heilbrigðisráðherra hefur skilað skýrslu þar sem fjallað er um leiðir til að verjast sálfélagslegum afleiðingum efnahagskreppunnar og var hún kynnt á ráðstefnunni „Velferð íslenskra barna - sóknarfæri á umbrotatímum“ sem haldin var í dag. Í skýrslunni eru settar fram tillögur um það hvernig íslensk heilbrigðisyfirvöld geta gripið til aðgerða til að auka virkni fólks og fyrirbyggja heilsubrest. Skýrsluhöfundar leggja áherslu á mikilvægi skjótra aðgerða og segja m.a. „Íslendingar fá ekki annað tækifæri til að kanna hvort skynsamlegra hefði verið að bregðast öðruvísi við hér á landi eftir 5 ár. Það verður of seint. Því er nauðsynlegt að nýta nú þegar allar færar leiðir til að vinna gegn neikvæðum afleiðingum efnahagskreppunnar á heilsu og félagslega stöðu til að forðast heilsubrest og hamla gegn aukningu útgjalda á sviði heilbrigðis- og félagsmála.“


Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics