Hoppa yfir valmynd

Sunna Gunnars Marteinsdóttir ráðin aðstoðarmaður utanríkisráðherra

Sunna Gunnars Marteinsdóttir
Sunna Gunnars Marteinsdóttir hefur verið ráðin annar aðstoðarmaður Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, sbr. 22. gr. laga nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands.

Sunna er 29 ára og hefur BA gráðu í almannatengslum frá University of Westminster, auk þess sem hún stundaði nám í hagnýtri menningarmiðlun í Háskóla Íslands.
Hún hefur starfað sem skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins frá 2010 og var aðstoðarmaður kosningastjóra flokksins 2009.

Sunna hefur tekið þátt í margvíslegum félagsstörfum, meðal annars í stjórn félags Íslendinga í London. Hún er í sambúð með Sigurbirni Magnúsi Gunnlaugssyni og eiga þau eina dóttur, Guðrúnu Margréti. Sunna hefur störf í ráðuneytinu í dag.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics