Hoppa yfir valmynd

Fundur utanríkisráðherra með Ralston yfirhershöfðingja

Nr. 079

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Joseph Ralston yfirhershöfðingi Atlantshafsbandalagsins í Evrópu áttu fund í utanríkisráðuneytinu í dag. Aðalmálefni fundarins voru væntanlegar breytingar á stöðu Íslands í herstjórnarskipulagi Bandaríkjanna. Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli hefur verið undir sameinuðu herstjórninni í Bandaríkjunum, sem hefur höfuðstöðvar í Norfolk en fellur undir evrópsku herstjórnina, sem hefur höfuðstöðvar í Stuttgart í Þýskalandi frá og með 1. október nk. Á fundinum var einnig rætt almennt um varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 31. júlí 2002


Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics