Hoppa yfir valmynd

Skipun dómara við EFTA-dómstólinn

Nr. 117

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Ríkisstjórnir EFTA-ríkjanna skipuðu í dag Þorgeir Örlygsson dómara við EFTA-dómstólinn. Hann gegnir nú stöðu ráðuneytisstjóra iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins og hefur því mikla reynslu af framkvæmd samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Þorgeir, sem er fæddur 1952, var um árabil prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og borgardómari í Reykjavík.

Þorgeir mun taka við stöðu dómara EFTA-dómstólsins 1. janúar nk., þegar Þór Vilhjálmsson lætur af störfum. Þór hefur starfað sem dómari við dómstólinn frá stofnun hans 1. janúar 1994 og sem forseti dómstólsins frá ársbyrjun 2000.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík,


Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics