Hoppa yfir valmynd

Nr. 064, 29. júlí 1999. Stöðugleikasáttmáli (Stability Pact) fyrir Balkanskaga.

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 064


Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður ráðherranefndar Evrópuráðsins, situr nú fund í Sarajevo, höfuðborg Bosníu og Hersegóvínu, þar sem til umræðu er stöðugleikasáttmáli (Stability Pact) fyrir Balkanskaga.

Í kvöld situr utanríkisráðherra vinnufund undir stjórn Martti Ahtsaari, forseta Finnlands.

Á morgun hefst síðan í Sarajevo fundur leiðtoga Balkanríkja og oddvita helstu ríkja og alþjóðastofnana sem aðstoða munu við uppbygginguna á Balkanskaga og við að tryggja frið og stöðugleika á svæðinu.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 29. júlí 1999.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics