Hoppa yfir valmynd

Sjötti fundur samninganefndar Íslands

Á 6. fundi samninganefndar Íslands vegna fyrirhugaðra aðildarviðræðna við Evrópusambandið gerði formaður grein fyrir því að áætlað er að ákvörðun leiðtogaráðs ESB um að hefja formlegar aðildarviðræður verði tekin í júní og að því hafi verið lýst yfir af hálfu Bretlands að lausn í Icesave deilunni sé ekki skilyrði fyrir því að ákvörðun verði tekin. Önnur mál fundarins var umfjöllun um kafla 15 (orkumál), staða rýnivinnu og undirbúningur rýnifunda. Í lok fundar gerði formaður grein fyrir framvinduskýrslu framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland en fyrsta skýrslan um Ísland kemur út í haust.

Sjá nánar í fundarfrásögn

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics