Hoppa yfir valmynd

Samstarf Íslands og Noregs heldur áfram að eflast

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, átti í dag fund með Ine Marie Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, í tengslum við utanríkisráðherrafund Atlantshafsbandalagsins. Ráðherrarnir ræddu um tvíhliða samskipti landanna, áherslur nýrra ríkisstjórnaí utanríkismálum, fríverslunarmál, þróun öryggismála í Evrópu og Norður-Atlantshafi og samstarf innan Atlantshafsbandalagsins.

„Ég er sannfærður um að samskipti Íslands og Noregs munu halda áfram að eflast í tíð þessara ríkisstjórna, enda deilum við sömu sýn þegar það kemur að öryggismálum í Evrópu og á norðanverðu Atlantshafi, sem og sjálfbærri og friðsælli þróun á norðurslóðum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.

Tags

Heimsmarkmið - mynd

Heimsmarkmiðin

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics