Hoppa yfir valmynd

Nr. 051, 31. maí 2001. Opinber heimsókn utanríkisráðherra til Ungverjalands 31. maí - 1 júní 2001.

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 051


Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og eiginkona hans, Sigurjóna Sigurðardóttir, verða í opinberri heimsókn í Ungverjalandi dagana 31. maí til 1. júní næstkomandi í boði János Martonyi, utanríkisráðherra Ungverjalands. Heimsóknin er í framhaldi af utanríkisráðherrafundi NATO í Búdapest 29.-30. maí.

Utanríkisráðherra mun eiga fundi með utanríkisráðherra Ungverjalands um samskipti Íslands og Ungverjalands, stækkun Evrópusambandsins og áhrif þess á EES-samninginn, evrópsk öryggis-og varnarmál og samstarf þjóðanna innan vébanda Atlantshafsbandalagsins. Einnig verða ræddir viðskiptamöguleikar þjóðanna, m.a. með tilliti til nýtingu jarðhita. Þá mun utanríkisráðherra eiga fundi með utanríkismálanefnd ungverska þingsins, viðskiptaráðherra Ungverjalands og taka þátt í pallborðsumræðum um utanríkismál á vegum ungverska utanríkisráðuneytisins þar sem fjallað verður um Evrópumál.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 30. maí 2001.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics