Hoppa yfir valmynd

Málþing um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks

Þann 14. október stendur velferðarráðuneytið í samvinnu við Landssamtökin Þroskahjálp, innanríkisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga, umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Öryrkjabandalag Íslands, fyrir málþingi um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks.

Málþingið verður haldið á Grand hóteli í Reykjavík. Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 10. október.

Á málþinginu verður leitast við að fá fram umræðu um málaflokkinn á breiðum grundvelli. Markmiðið er að þátttakendur deili hugmyndum og læri hver af öðrum. Þá verður leitast við að fá fram sjónarmið um það sem betur má fara og umræður um hvernig bregðast megi við og bæta úr.

Hægt verður að fylgjast með málþinginu í beinni útsendingu á vef ráðuneytisins þar sem upptökur frá þinginu verða einnig aðgengilegar.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics