Hoppa yfir valmynd

Ólympíumótsförum vel fagnað við heimkomuna í gær

Ánægður hópur
Ánægður hópur

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, fulltrúar frá Íþróttasambandi fatlaðra og Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands, aðstandendur og vinir, tóku fagnandi á móti Ernu Friðriksdóttur og Jóhanni Þór Hólmgrímssyni keppendum á Vetrarólympíumóti fatlaðra við heimkomu þeirra frá Sochi í gær. 

Erna og Friðrik tóku við blómvöndum, hamingjuóskum og þakklætisorðum þeirra sem biðu þeirra spenntir á flugvellinum í Keflavík. Eygló Harðardóttir segir Íslendinga geta verið stolta af þeim sem glæsilegum fulltrúum á mótinu. Þá sé ekki síður mikilvægt að sjá í þeim hvað uppbygging íþróttastarfs fatlaðra á liðnum árum hefur skilað miklum árangri: „Það er merkilegt afrek fyrir litla þjóð að eiga þátttakendur á þessum stóru vetrarleikum. Keppendurnir okkar og allir hinir þátttakendurnir eru mikilvægar fyrirmyndir og hvatning öllum þeim sem vilja setja sér markmið og keppa að þeim, hvort sem stefnt er að verðlaunasæti eða persónulegum sigrum“ sagði ráðherra meðal annars.

Ráðherra ásamt keppendum og föruneyti

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics