Hoppa yfir valmynd

Evró-Atlantshafssamstarfsráðið - leiðtogafundur

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


    Nr. 067

    Leiðtogar Evró-Atlantshafssamstarfsráðsins komu saman í dag, 9. júlí, í Madríd. Af Íslands hálfu sátu fundinn Davíð Oddsson, forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra.

    Aðalumræðuefni fundarins var framtíðarstarf ráðsins. Jafnframt fjölluðu leiðtogarnir um ákvarðanir leiðtogafundar NATO um stækkunarferli bandalagsins og nýgerða samninga þess við Rússland og Úkraínu.

    Fyrr um daginn undirrituðu aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, Javier Solana, forseti Úkraínu, Leonid Kuchma, og þjóðarleiðtogar ríkja Atlantshafsbandalagsins samstarfssamning um sérstakt samband Úkraínu og bandalagsins.

    Hjálagt fylgir yfirlit yfir það helsta sem fjallað var um á fundinum.

    Utanríkisráðuneytið, 9. júlí 1997.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics