Hoppa yfir valmynd

Auglýsing um þátttöku í samráðsvettvangi um jafnrétti kynja – Jafnréttisráð

Í 24. grein laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna er gert ráð fyrir að ráðuneyti sem fer með jafnréttismál kalli saman samráðsvettvang um jafnrétti kynjanna, Jafnréttisráð og gefi aðilum tækifæri á að óska eftir þátttöku. Rétt til þátttöku eiga fulltrúar frá samtökum sem vinna að jafnrétti kynjanna samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og fulltrúar frá aðilum vinnumarkaðarins og fræðasamfélaginu. Samkvæmt reglugerð Jafnréttisráð – samráðsvettvangur um jafnrétti kynjanna nr. 460/2021 eiga fulltrúar sveitarfélaga og samtaka þeirra einnig rétt til þátttöku.

Lögaðilar sem starfa að jafnrétti kynjanna samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna  önnur en þau sem tilgreind eru hér að ofan geta óskað eftir þátttöku en gerð er sú krafa að um sé að ræða lögaðila með stjórn og skráða kennitölu.

Umsóknir um þátttöku sendist á skrifstofu jafnréttismála í forsætisráðuneytinu á netfangið [email protected] fyrir 14. maí nk. merkt Samráðsvettvangur. 

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics