Hoppa yfir valmynd

Fundur utanríkisráðherra Norðurlandanna í New York

Frá undirritun samkomulags um afmörkun landgrunns í Síldarsmugunni
Frá undirritun samkomulags um afmörkun landgrunns í Síldarsmugunni

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________

 

 

Nr. 58/2006

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sat í dag morgunverðarfund utanríkisráðherra Norðurlandanna, sem haldinn var í New York í tengslum við Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna.

Ræddu ráðherrarnir meðal annars málefni S.þ., ástandið í Mið-Austurlöndum, friðarhorfur í Súdan og fyrirhugaðan ráðherrafund Norðurlandanna og Afríkuríkja á næsta ári.

Í tengslum við fundinn undirrituðu utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Danmerkur, auk lögmanns Færeyja, samkomulag um afmörkun landgrunns í Síldarsmugunni.

Þá átti utanríkisráðherra tvíhliða fundi með utanríkisráðherra Singapúr og utanríkisráðherra Ekvador í gær þar sem framboð Íslands til Öryggisráðs S.þ. var meðal umræðuefna. Í dag og næstu daga mun ráðherra eiga fjölda tvíhliða funda með ráðherrum annarra ríkja.

Sjá nánar um samkomulag milli Íslands, Danmerkur/Færeyja og Noregs um skiptingu landgrunns utan 200 sjómílna í suðurhluta Síldarsmugunnar (PDF, 251 Kb).



Frá undirritun samkomulags um afmörkun landgrunns í Síldarsmugunni
Frá undirritun samkomulags um afmörkun landgrunns í Síldarsmugunni

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics