Hoppa yfir valmynd

Skólasókn í grunnskólum könnuð

Þann 18. janúar 2019 hratt Velferðarvaktin af stað könnun um skólasókn, þ.m.t. skólaforðun í grunnskólum landsins. Rannsóknarfyrirtækið Maskína sér um framkvæmd könnunarinnar. Tilgangur könnunarinnar er að afla upplýsinga um skólasókn, þ.m.t.  skólaforðun, sem geta nýst við umræðu og stefnumótun í málefnum barna með það að markmiði að tryggja sem flestum börnum farsæla skólagöngu og sporna gegn brotthvarfi úr skóla. Sjónarmið, þekking og reynsla skólastjórnenda er mikilvægt innlegg í þeirri vegferð. Könnunin er send á netföng grunnskóla og skal berast til skólastjóra skólanna. Niðurstöður verða ekki opinberaðar þannig að þær séu greinanlegar niður á einstaka skóla. Velferðarvaktin stefnir á að opinbera niðurstöður könnunarinnar í mars 2019.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics