Hoppa yfir valmynd

Afhending trúnaðarbréfs í Ísrael

Benedikt Ásgeirsson sendiherra afhendir Shimon Peres forseta Ísraels trúnaðarbréf.
Benedikt Ásgeirsson sendiherra afhendir Shimon Peres forseta Ísraels trúnaðarbréf.

Benedikt Ásgeirsson, sendiherra, afhenti 24. maí 2012 Shimon Peres, forseta Ísraels, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Ísrael með aðsetur í Reykjavík.

Í tengslum við afhendinguna átti Benedikt stutt samtal við forsetann um tvíhliða samskipti landanna. Ræddi Peres í samtali þeirra m.a. um heimsókn sína til Íslands á sínum tíma og ferðir íslenskra ráðamanna til Ísraels.

Af þessu tilefni átti sendiherrann einnig fundi með starfsmönnum utanríkisráðuneytis Ísraels, þar sem rætt var um málefni Mið-Austurlanda, samskipti Ísraels og Palestínu og samskipti Íslands og Ísraels.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics