Hoppa yfir valmynd

Nr. 083, 11. september 2001: Öryggisráðstafanir á Keflavíkurflugvelli vegna árása á borgir í Bandaríkjunum

FRÉTTATILKYNNING frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 083

Vegna hryðjuverka í Bandaríkjunum hefur Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli gripið til aukinna öryggisráðstafanna. Íslenskir starfsmenn Varnarliðsins hafa verið sendir heim úr vinnu og aðgangur að varnarsvæðinu takmarkaður verulega.

Íslensk stjórnvöld á Keflavíkurflugvelli hafa einnig eflt öryggisgæslu og viðbúnað. Flugvélum á leið vestur um haf hefur verið snúið frá Bandaríkjunum og má gera ráð fyrir að einhverjar þeirra lendi á Keflavíkurflugvelli.

Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 11. september 2001.




Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics