Hoppa yfir valmynd

Össur bað Ashtiani griða

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skoraði í gærkvöldi í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á Ahmedinejad forseta Írans að þyrma lífi Sakineh Ashtiani, konunnar sem írönsk stjórnvöld dæmdu til að verða grýtt til dauða.

Össur lýsti í ræðu sinni yfir að barátta fyrir réttindum kvenna á alþjóðavettvangi væri forgangsmál í utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar. Ísland hefði barist fyrir stofnun sérstakrar kvennastofnunar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, og fyrir því að konur fengju aukin áhrif í friðarviðræðum á átakasvæðum.

Í ljósi þessara áherslna Íslendinga tækju þeir því með sorg í hjarta að írönsk stjórnvöld hefðu dæmt Ashtiani til að verða grýtt til dauða.

 “Ahmedinejad forseti, fyrir hönd íslensku þjóðarinnar bið ég þig um að þyrma Ashtiani," sagði utanríkisráðherra í ræðu sinni. 



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics