Hoppa yfir valmynd

Össur ræðir við nýjan utanríkisráðherra Litháens

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag símafund með Audronius Azubalis en hann tók við embætti utanríkisráðherra Litháens fyrr í dag.

Utanríkisráðherra greindi honum frá flókinni stöðu Icesave-málsins og óskaði eindregið eftir stuðningi Litháen. Jafnframt kynnti ráðherra nýjum utanríkisráðherra stöðu aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu, lagði áherslu á að ESB héldi fyrri tímasetningum og að tvíhliða deila Íslands við Breta og Hollendinga spillti þar engu.

Í lok samtals óskaði Azubalis eftir því að forseti Íslands og utanríkisráðherra heiðruðu Litháa í mars nk. en þá verða tuttugu ár liðin frá því að Litháen lýsti yfir sjálfstæði.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics