Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um eflingu trausts skilar skýrslu

Aðgerðir er varða aukið gagnsæi stjórnsýslunnar, hagsmunaskráning, samskipti við hagsmunaaðila, starfsval eftir opinber störf og vernd uppljóstrara eru á meðal tillagna starfshóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu.

Starfshópurinn sem skipaður var 5. janúar sl. hefur nú skilað skýrslu til forsætisráðherra. Skýrslan var kynnt í ríkisstjórn 4. september sl. og hyggst forsætisráðherra einnig kynna hana á Alþingi sem sett verður í næstu viku.

Í skýrslunni er fjallað um þá þætti sem hafa áhrif á traust á stjórnmálum og stjórnsýslu og hvernig megi vinna markvisst að því að auka það. Leitað er fanga í vinnu alþjóðastofnana eins og Evrópuráðsins og OECD og jafnframt horft til þess sem er að gerast í nálægum löndum. Mælir starfshópurinn með því að Siðfræðistofnun Háskóla Íslands verði fengið hlutverk við að aðstoða stjórnvöld við að útfæra og fylgja tillögunum eftir.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra:

„Ég er ánægð með hvað starfshópurinn skilar ítarlegri og ígrundaðri skýrslu á tilsettum tíma. Nú tekur við umræða á pólitískum vettvangi og í samfélaginu. Mér finnst gagnlegt að sjá þetta allt sett í samhengi og áþreifanlegar tillögur sem hægt er að setja í ferli. Og hafin er vinna við suma þætti, til dæmis endurskoðun reglna um hagsmunaskráningu og frumvarp til laga um vernd uppljóstrara. Þessi mál verða áfram í forgangi í forsætisráðuneytinu.“

Skýrsluna má nálgast hér.

Óskað er eftir athugasemdum við tillögur starfshóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu á samráðsgátt stjórnvalda: Samráðsgátt - Tillögur starfshóps

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics