Hoppa yfir valmynd

Utanríkisráðherrar Íslands og Svíþjóðar funda

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, í Stokkhólmi. Ráðherra fór ítarlega yfir stöðuna í Icesave málinu og gerði grein fyrir nýrri nálgun í viðræðum Íslands við Breta og Hollendinga. Ræddi hann ennfremur efnahagsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Þá ræddu ráðherrarnir umsókn Íslands að Evrópusambandinu en skýrsla framkvæmdastjórn sambandsins um Ísland er væntanleg í næstu viku.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics