Hoppa yfir valmynd

Vel sótt vinnustofa um uppbyggingu árangursríkra geðheilsuteyma

Heilbrigðisráðuneytið hélt fyrir helgi vinnustofu með fulltrúum geðheilsuteyma af öllu landinu og fulltrúum notenda geðheilbrigðisúrræða um uppbyggingu árangursríkra geðheilsuteyma á landsvísu. Mikill áhugi var fyrir vinnustofunni og komust færri að en vildu.

 

Á síðustu misserum hefur verið fjárfest í uppbyggingu geðheilsuteyma á öllu landinu og í febrúar síðastliðnum tilkynnti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um úthlutun 630 milljóna króna til að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu, með áherslu á uppbyggingu geðheilsuteyma. Geðheilsuteymin eru mikilvæg viðbót við grunnheilbrigðisþjónustuna. Þau eru ekki félagsleg úrræði, heldur heilbrigðisþjónusta. Mikilvægt er að hlúa að tengslum á milli heilbrigðis- og félagsþjónustu, byggja brýr á milli úrræða og ekki síst að eiga í virku samráði við notendur um þróun þjónustunnar í þeirra þágu. Um þetta var sérstaklega fjallað á vinnustofunni með áherslu á að allir fengju tækifæri til að viðra sín sjónarmið á uppbyggilegan hátt.

Á vinnustofunni gegndu fulltrúar notenda mikilvægu hlutverki við SVÓT-greiningu fyrir geðheilsuteymi allra heilbrigðisumdæma landsins, þar sem farið var fyrir styrkleika, veikleika, ógnir og tækifæri sem hvert teymi stendur frammi fyrir. Einnig var fjallað sérstaklega um gæði og gæðavísa í heilbrigðisþjónustu og hvernig best megi mæla árangur veittrar þjónustu.

Um þessar mundir er verið að ráða notendafulltrúa til starfa í í geðheilsuteymunum á höfuðborgarsvæðinu og er þess vænst að það geti orðið fyrirmynd fyrir önnur geðheilsuteymi víðsvegar um landið.

  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 1
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 2
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 3

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics