Hoppa yfir valmynd

Stjórnmálasamband við Gvæönu

Stofnað til stjórnmálasambands við Gvæönu
Stofnað til stjórnmálasambands við Gvæönu

Stjórnmálasamband við Gvæönu

Yfirlýsing um stofnun stjórnmálasambands milli Íslands og Gvæönu (Guyana) var undirrituð í New York 10. þ.m. Það voru þeir Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, og George W. Talbot, starfandi fastafulltúi Gvæönu hjá Sameinuðu þjóðunum, sem undirrituðu yfirlýsinguna.

Gvæana er á norðausturströnd Suður-Ameríku og á landamæri að Venesúela, Brasilíu og Súrinam. Íbúar landsins eru 750 þúsund talsins og flestir enskumælandi. Landið er um það bil helmingi stærra en Ísland að flatarmáli en byggðin er að mestu við ströndina. Stór landsvæði eru undir sjávarmáli og eru varin miklum flóðgörðum. Engu að síður urðu mikil flóð í landinu í vetur sem leið og ollu miklum búsifjum.

Helstu auðlindir landsins eru báxítnámur, nytjaskógar, og gull og demantar í jörðu. Fiskveiðar eru mikilvægar og afla 5% landsframleiðslu, mest rækjuveiðar. Möguleikar í ferðaþjónustu eru hins vegar lítt nýttir.

Efnahags- og viðskiptabandalag Karíbahafsríkja, CARICOM, hefur höfuðstöðvar í höfuðborg landsins, Georgetown.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics