Hoppa yfir valmynd

Desemberuppbót til foreldra langveikra og alvarlega fatlaðra barna

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, hefur undirritað reglugerð sem kveður á um að foreldrar barna sem eru langveik eða alvarlega fötluð fái greidda desemberuppbót. Óskert desemberuppbót er 64.066 krónur.

Samkvæmt reglugerðinni á foreldri langveiks eða alvarlega fatlaðs barns sem hlotið hefur greiðslur í desember 2021, samkvæmt lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlegra fatlaðra barna, rétt á desemberuppbót.

Foreldri sem fengið hefur mánaðarlega greiðslu samkvæmt lögunum alla tólf mánuði ársins fær fulla desemberuppbót. Foreldri sem fengið hefur greiðslur skemur en tólf mánuði á árinu 2021 á rétt á hlutfallslegri desemberuppbót í samræmi við þann tíma sem það hefur fengið greiðslur. Desemberuppbótin nemur þó aldrei lægri fjárhæð en 16.016 krónum.

Tryggingastofnun annast greiðslu desemberuppbótar samkvæmt reglugerðinni.

 

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics