Hoppa yfir valmynd

Kynferðisleg friðhelgi, umfjöllun um réttarvernd og ábendingar til úrbóta.

Greinargerð Maríu Rúnar Bjarnadóttur um stafrænt kynferðisofbeldi var unnin fyrir stýrihóp forsætisráðherra um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Í greinargerðinni kýs María að nota hugtakið „kynferðisleg friðhelgi“ og færir rök fyrir því að það sé víðtækara en „stafrænt kynferðisofbeldi“ og nái þar af leiðandi utan um margþættari háttsemi, auk þess að vera tæknihlutlaust.

Meginniðurstaða greinargerðarinnar er að gildandi löggjöf veiti ekki kynferðislegri friðhelgi einstaklinga fullnægjandi vernd, sem birtist meðal annars í óskýrri dómaframkvæmd og neikvæðri upplifun brotaþola. Því sé þörf á heildstæðri löggjöf, sem verði fylgt eftir með stefnumótandi aðgerðum sem lúti að forvörnum og fræðslu, úrbótum á meðferð mála innan réttarvörslukerfisins og stuðningi við þolendur brota.

Kynferðisleg friðhelgi, umfjöllun um réttarvernd og ábendingar til úrbóta.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics