Hoppa yfir valmynd

Sveitastjórnakosningar 2022

Sveitastjórnakosningar 2022 - myndHaraldur Jónasson / Hari

Sendiráðið vekur athygli á að sveitastjórnakosningar fara fram 14. maí nk. Samhliða þeim fer fram íbúakosning í sveitarfélaginu Hornarfirði.Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin, og tekið er á móti kjósendum í sendiráðinu alla virka daga á venjulegum opnunartíma, kl 09:00 - 16:00 fram að kjördegi. 

Jafnframt verður boðið upp á eftirfarandi aukaopnunartíma í sendiráðinu vegna kosninganna:  
Þriðjudaginn 26. apríl kl 16:00 - 18:00
Laugardaginn 30. apríl kl 12:00 - 14:00

Kjósendur sem að hyggjast greiða atkvæði hjá kjörræðismönnum er bent á að bóka tíma hjá ræðismönnum. Lista ræðismanna í Danmörku má finna hér: https://www.stjornarradid.is/.../send.../stok-skrifstofa/...
Vakin er athygli á því fyrir þá sem hyggjast hafa samband við ræðismann Íslands í Herning að hann er staddur erlendis 27. apríl til og með 5. maí, en hægt verður að kjósa hjá honum fyrir þann tíma, og svo  föstudaginn 6. maí milli kl 15 - 17 og laugardaginn 7. maí kl 10:30 - 12:00. Ávallt ber þó að hafa samband við hann símleiðis fyrir 27. apríl til að bóka tíma fyrir kosningu. 

Kosningarétt eiga allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri þegar kosning fer fram og sem skráðir eru með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi, norrænir ríkisborgarar sem lögheimili eiga í sveitarfélaginu og aðrir erlendir ríkisborgarar sem lögheimili eiga í sveitarfélaginu og hafa átt á Íslandi í 3 ár samfellt fyrir kjördag. 
Sérstakar reglur gilda um námsmenn búsetta erlendis, en nánari upplýsingar má finna hér.

Athygli kjósenda er vakin á því að þeim ber sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi.

Kjósendur eru beðnir um að framvísa íslenskum persónuskilríkjum með mynd, þ.e. vegabréfi eða ökuskírteini.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics