Hoppa yfir valmynd

Stafrænt hakkaþon 22.-25. maí 2020

Til stendur að halda hakkaþon undir yfirskriftinni Hack the Crisis Iceland sem miðar að því að vinna að áskorunum sem steðja að íslensku samfélagi vegna Covid-19 hvað varðar heilsu, velferð, menntamál og efnahag. Markmiðið er að fá samfélagið til þess að vinna að lausnum við raunverulegum áskorunum sem geta nýst til góða á sama tíma og verið er að örva nýsköpun í landinu. Lönd út um allan heim hafa verið að fara þessa leið með góðum árangri en viðlíka hakkaþon hafa verið haldin á öllum hinum Norðurlöndunum. Hakkaþonið mun fara fram í gegnum netið, þar sem lið keppast um peningaverðlaun.

Frekari upplýsingar um hakkaþonið má finna á vefsíðu viðburðarins og á Facebook.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics

This website uses cookies to ensure you get the best experience on our website. Read more