Hoppa yfir valmynd

Fimm daga skoðun nýbura í heimahúsum vegna COVID-19

Til að draga úr smithættu og létta á Landspítala hafa Sjúkratryggingar Íslands gert tímabundinn samning við ljósmæður um að auka vitjanaþjónustu sína í stað þess að svokölluð fimm daga skoðun fari fram á Landspítala. Vakthafandi nýburalæknir á Landspítala mun styðja við þessa þjónustu í gegnum síma eftir því sem þörf er á. Frá þessu er sagt á vef Sjúkratrygginga Íslands.

Um er að ræða tímabundna breytingu á rammasamningi SÍ við ljósmæður vegna fæðinga og umönnunar kvenna í heimahúsum. Að svo stöddu er gert ráð fyrir að þessi breyting gildi út maí. 

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics

This website uses cookies to ensure you get the best experience on our website. Read more