Hoppa yfir valmynd

Orka, öryggi og loftslagsbreytingar

Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, flutti í gær ræðu á opnum fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um orku, öryggi og loftslagsbreytingar. Þetta er í fyrsta skipti sem umræða um áhrif loftlagsbreytinga á sér stað á vettvangi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Fastafulltrúi áréttaði í ávarpi sínu að loftlagsbreytingar væru víða þegar orðnar alvarlegt öryggismál ekki síst fyrir smá eyríki. Hann fjallaði m.a. um áherslur Íslands á sviði nýtingar endurnýjanlegra orkugjafa sem og starfsemi jarðhitaháskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics