Hoppa yfir valmynd

Íslensk fyrirtæki geta sótt um undanþágu

Tímabundnar ferðatakmarkanir á komu til Íslands fyrir ríkisborgara sem hvorki eru EES- né EFTA-borgarar sem settar voru til bráðabirgða í reglugerð um för yfir landamæri nr. 866/2017, voru framlengdar með útgáfu reglugerðar nr. 446/2020 þann 15. maí 2020.

Vakin er athygli á því að íslensk fyrirtæki geta sótt um undanþágu fyrir ríkisborgara ríkja utan EES og EFTA á þeim grundvelli að um brýnar erindagjörðir sé að ræða, t.d. að tekjur eða mikilvæg verkefni séu í húfi. Slíkar umsóknir skulu sendar á netfangið [email protected].

Umsókninni skal fylgja afrit af ID síðu vegabréfs viðkomandi (ríkisfang), upplýsingar um frá hvaða ríki viðkomandi er að ferðast, afrit af Schengen áritun (eftir atvikum) og upplýsingar um fyrirhugaðan komudag til Íslands og fyrirhugaða lengd dvalar á Íslandi. Þá þarf að gera grein fyrir því hvers vegna umrædd erindagjörð teljist mikilvæg eða hvaða hagsmunir eru í húfi.

Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar hjá Schengen-áritanadeild utanríkisráðuneytisins í síma 545-7340 á skrifstofutíma.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics

This website uses cookies to ensure you get the best experience on our website. Read more