Hoppa yfir valmynd

Viðræður Íslendinga og Norðmanna um samstarf á sviði öryggismála

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 095

Íslenskir og norskir embættismenn áttu í dag fund um samstarf þjóðanna um öryggismál o.fl. Fjallað var um núverandi samstarf Íslands og Noregs í þessu samhengi og hugsanlegar leiðir til að auka það. Af hálfu beggja aðila kom fram mjög svipað mat á þróun öryggismála á Norður-Atlantshafi og ákveðið að ýmsir hagnýtir valkostir varðandi aukið samstarf yrðu skoðaðir og annar fundur haldinn snemma á næsta ári.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics