Hoppa yfir valmynd

Stöðuskýrsla teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19

Félagsmálaráðuneytið, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga komu á fót teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 heimsfaraldursins þann 26. maí síðastliðinn sem ætlað er að miðla og safna upplýsingum um stöðu félags- og atvinnumála á landsvísu og fylgja eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar er það varðar. Uppbyggingarteymið fundar að jafnaði aðra hverja viku og gefur út stöðuskýrslur í kjölfar þeirra sem dreift verður til hlutaðeigandi og ráðgefandi aðila. Teymið hefur nú fundað fjórum sinnum og gefið út þrjár skýrslur. Nýjustu skýrslu hópsins má finna hér.

Teymið tekur við ábendingum, beiðnum og fyrirspurnum tengdum félags- og atvinnumálum á netfangið [email protected]

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics

This website uses cookies to ensure you get the best experience on our website. Read more