Hoppa yfir valmynd

Samstaðan skilar árangri - grein Bjarna Benediktssonar í Morgunblaðinu

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra  - myndGolli

Frá fyrstu aðgerðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna heims­far­ald­urs­ins hafa skila­boð okk­ar verið skýr: Við mun­um beita rík­is­fjár­mál­un­um til að hjálpa fólki og fyr­ir­tækj­um í vanda og skapa skil­yrði fyr­ir vöxt efna­hags­lífs­ins á ný. Lík­lega má full­yrða að eng­inn sé ósnort­inn af af­leiðing­um far­ald­urs­ins, en af­leiðing­arn­ar væru meiri og þung­bær­ari ef ekk­ert væri aðhafst. Þetta kemur fram í grein Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra í Morgunblaðinu í dag. 

Hvað rík­is­fjár­mála­stefn­una varðar hef­ur hún bein og óbein áhrif, sem miserfitt er að meta. Bein áhrif fel­ast t.d. í fjár­fest­ingar­út­gjöld­um rík­is­sjóðs og óbein áhrif m.a. í greiðslum al­manna­trygg­inga og at­vinnu­leys­is­bóta, sem auka ráðstöf­un­ar­tekj­ur og eft­ir­spurn heim­ila og leiða þannig til fram­leiðslu­starf­semi sem ella hefði ekki átt sér stað, segir í grein fjármála- og efnahagsráðherra.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics