Hoppa yfir valmynd

Skatturinn með framkvæmd ýmissa úrræða sem tengjast heimsfaraldri kórónuveiru

Efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru sem Alþingi hefur samþykkt fela í sér margs konar ráðstafanir sem hafa það að markmiði að tryggja afkomu fólks og fyrirtækja, verja grunnstoðir samfélagsins og skapa öfluga viðspyrnu fyrir efnahagslífið. Hluti þeirra snýr að ýmsum opinberum sköttum og gjöldum, svo sem hækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts, greiðslufresti vegna aðflutningsgjalda, frestun gjalddaga, niðurfellingu gistináttaskatts o.fl.

Skatturinn fer með framkvæmd þeirra úrræða sem snúa að opinberum sköttum og gjöldum sem tengjast aðgerðum stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Á vef Skattsins má finna allar nánari upplýsingar um framkvæmd þessara úrræða.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics

This website uses cookies to ensure you get the best experience on our website. Read more